Skólastarf hafið aftur eftir páskafrí

Kæru nemendur og forráðamenn.

Nú er páskaleyfi lokið og skólastarf hafið á ný, á þann hátt sem þið fenguð tilkynningu um í löngu bréfi fyrir páska. Við viljum því biðja ykkur, um að fara yfir þetta bréf nú í dag og átta ykkur á því í hvaða tímum þið eigið að vera frá og með morgundeginum og fram að helgi. Með því bréfi fylgdi stundaskrá fyrir þessa viku og næstu þrjár vikur. Stundataflan er einnig aðgengileg nemendum í INNU.

Það er mjög mikilvægt að nemendur fari af stað að fullum krafti í sínu námi nú strax að loknu páskaleyfi. Við teljum á þessari stundu að það séu möguleikar á að ljúka önninni á réttum tíma, en verði breyting þar á, það er að segja ef lengja þarf önnina inn í sumarið verðið þið látin vita. Þess vegna ítrekum við mikilvægi þess að þið nýtið tímann vel til náms, til þess að við getum lokið önninni á réttum tíma.

Samkvæmt stundatöflunni sem þið hafið fengið, hefst fyrsti tími klukkan 10 í fyrramálið og síðan koll af kolli.

Kennarar munu hitta nemendur í Teams eða inni á kennsluvef. Kennarar munu senda ykkur nánari upplýsingar um það hvernig fundurinn fer fram.

Þeir nemendur sem ekki hafa sett upp Teams, þurfa því að gera það strax í dag. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar með uppsetningu á Teams. Það er einnig nauðsynlegt að nemendur opni fsh netfangið sitt og fylgist með á því.

Gangi ykkur sem allra best
Kær kveðja
Valgerður og Halldór