Skólahald næstu daga

Kæru nemendur.


Í ljósi frétta um covid smit í samfélaginu okkar hér á Húsavík er mjög mikilvægt að nemendur hugi vel að persónulegum sóttvörnum. Það er nauðsynlegt að nemendur noti grímur í opnum rýmum skólans og ef ekki er unt að halda fjarlægð.

Mötuneyti Borgarhólsskóla verður lokað fram eftir viku og því verður ekki hægt að sækja mat þangað.

Nokkrir starfsmenn skólans hafa verið settir í sóttkví. Þetta mun hafa áhrif á störf skólans næstu vikuna. Þeir kennarar ykkar sem þurfa að vera utan skóla munu verða í sambandi við ykkur.

Þið mætið í skólann eins og hefðbundin kennsla eigi sér stað nema um annað sé rætt. Það er því mikilvægt að nemendur fylgist vel með á kennsluvefnum og tölvupóstinum ykkar. Þar munu liggja fyrir upplýsingar frá kennurunum ykkar.


Þar sem hlutirnir gerast hratt núna munum við reyna að upplýsa ykkur ef eitthvað breytist.

Kær kveðja
Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari
Halldór Jón Gíslason aðstoðarskólameistari