Skólafundur um svefn

Árlegur skólafundur Framhaldsskólans á Húsavík var haldinn þriðjudaginn 14. nóvember síðastliðinn. Hann var óvenjulegur að þessu sinni þar sem hann var ekki haldinn með þjóðfundarsniði sem er almennt venjan.

Að þessu sinni fengum við fyrirlestur og umræður um svefn. Til okkar kom Inga Rún Björnsdóttir sálfræðingur hjá Betri svefn og hélt erindi fyrir nemendur og starfsfólk. Þar fór hún yfir þörfina fyrir svefn, svefnstig og hlutverk þeirra, áhrif svefns og svefngæða, líkamsklukkuna, hugræna færni, vöðvastyrk, afkastagetu hjarta- og æðakerfis, svefnleysi og áhrif þess, úrræði við svefnleysi og hvað getum við gert til að tryggja góðan nætursvefn svo eitthvað sé nefnt.

Mikilvægt umræðuefni fyrir nemendur okkar. Í kjölfar fyrirlestrar sköpuðust upplýstar og góðar umræður um svefn og mikilvægi hans fyrir námið. Við þökkum Ingu kærlega fyrir komuna.