Skólafundur Framhaldsskólans á Húsavík

Miklar samræður í gangi um félagsmálin
Miklar samræður í gangi um félagsmálin

Árlegur skólafundur Framhaldsskólans á Húsavík var haldinn þriðjudaginn 12.október.

Nemendur og kennarar komu saman á sal og skólans ræddu ýmis mál sem hafa verið í umræðunni og brýnt er að fá svör við.

Í Framhaldsskólanum á Húsavík er lögð áhersla á nemendalýðræði og mikilvægi þess að skoðanir og sýn nemenda liti skólalífið og menninguna, hvort sem hún tengist náminu eða öðru.

Viðfangsefni fundarins að þessu sinni var félagslíf nemenda og vellíðan í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sem haldinn var 10. október síðastliðinn.

Rætt var meðal annars um:

  • hversu miklu máli skiptir félagslíf nemendur
  • hver er tilgangurinn með félagslífi
  • hvað vilja nemendur hafa í boði
  • hvers konar félagslíf eflir geðið
  • hvað hefur breyst í félagslífi nemenda í kjölfar samkomutakmarkana.
  • hvaða tímasetningar henta nemendum til félagslífs
  • hvaða tenging er milli öflugs félagslífs og andlegrar líðanar nemenda
  • hvernig getur skólinn aðstoðað við það að auka vellíðan nemenda

Við hlökkum til að sjá niðurstöður úr hópavinnunni sem fór fram á fundinum og reiknum með að þær muni hafa áhrif á félagslífið á næstunni.

Hér má sjá hluta nemenda við sína vinnu