Skólafall vegna farsóttar 25. og 26. mars.

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn

Í samræmi við nýjustu tilmæli stjórnvalda hefur verið ákveðið að formleg kennsla, dagana 25. og 26. mars falli niður í Framhaldsskólanum á Húsavík.

Námsmat, svo sem verkefni og próf sem fara áttu fram þessa daga munu fara fram eftir sem áður en nú verður um heimapróf og heimaverkefni að ræða.

Páskaleyfi hefst 29. mars næstkomandi og kennsla hefst aftur miðvikudaginn 7. apríl. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag kennslunnar að loknu páskaleyfi verða kynntar síðar.

Njótið páskaleyfisins og hugið vel að persónulegum sóttvörnum.

Kær kveðja
Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari og Halldór Jón Gíslason aðstoðarskólameistari