Skápaleiga haustönn 2020

Leiga á skápum er í boði nú á haustönn 2020.

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að gera sér ferð til ritara sem aðstoðar við útleigu.

Munum 1 metra regluna og spritt fyrir komu inn á skrifstofu ritara.

Sem fyrr greiðir leigutaki 3.000 kr fyrir leigu á skáp en fær 2.000 kr. endurgreiddar við skil á lykli.

Einnig er hægt að leigja skápinn í tvær annir (haust 2020 og vor 2021) og fá þá endurgreiddar 1.000 kr. við skil á lykli.

Leigutaki ber sjálfur kostnað af nýjum lykli glatist hann á leigutímanum.