Sala á prófum

Prófsala vorönn 2021.

Gömul próf verða seld með rafrænum hætti í ár líkt og í fyrra.

Nemendur senda tölvupóst á arna@fsh.is með upplýsingum um hvaða próf þeir vilja kaupa.

Panta þarf afrit af prófi með dagsfyrirvara.

Hvert próf kostar 1000 kr. og greitt er með millifærslu (prófið er afhent eftir að greiðsla berst)

Próftöflu vorannar 2021 má sjá hér.

 

Elín Pálmadóttir námsráðgjafi heldur úti facebooksíðunni Námsráðgjöf Framhaldsskólans á Húsavík.

Við hvetjum alla nemendur til að skoða síðuna og fylgja, en þar er að finna fróðleik um skipurlag og námstækni sem gott er að temja sér.