Rafíþróttir við Framhaldsskólann á Húsavík

Á haustönn 2021 er fyrirhugað að hefja nám innan opinnar stúdentsbrautar í rafíþróttum. Innihald námslínunnar hefur verið unnið í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Þar mun nemendum gefast kostur á að leggja stund á nám í rafíþróttum og námsgreinum tengdum íþróttinni, svo sem íþróttafræði, viðburðastjórnun, margmiðlun, forritun, sögu og fjölmiðlafræði. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast kynningarefni fyrir námslínuna.

Ef þið óskið frekari upplýsinga getið þið haft samband í gegnum tölvupóst halldor@fsh.is eða í gegnum síma 464-1344