Opið hús

Miðvikudaginn 30. mars var haldið opið hús í Framhaldsskólanum á Húsavík. Þar gafst foreldrum, forráðamönnum, tilvonandi nemendum ásamt gestum og gangandi tækifæri til þess að kynna sér skólann okkar.

Starfsfólk ásamt fulltrúum nemenda tóku á móti gestum, kynntu þá fyrir skólanum, félagslífinu og þjónustunni sem stendur til boða og buðu uppá léttar veitingar.

Viðburðurinn gekk vel og verður klárlega endurtekinn síðar og vonumst við til þess að sjá fleiri gesti úr nærsamfélaginu kynna sér skólann okkar og það mikilvæga starf sem hér fer fram.