Við upphaf annar voru svokallaðir nýnemadagar við Framhaldsskólann á Húsavík. Að þessu sinni voru nemendur innvígðir í skólann með ýmsu uppábroti í frímínútum auk þess sem nemendur komu saman í skotbolta í íþróttahöllinni og tóku kvöldvöku saman.
Nýnemadögum lauk svo formlega með nýnemaferð. Tilgangur hennar er að hafa gaman, efla hópinn og mynda samheldni fyrir komandi skólaár. Þá fóru nemendur með rútu í fótboltagolf, hlaðborð á Greifanum, leiki í Kjarnaskógi og aftur heim. Að ferðinni lokinni fóru nemendur svo í kvöldsiglingu með Gentle Giants. Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við nemendur eins og meðfylgjandi myndir sýna.