Nýjar sóttvarnarreglur

Nýjar sóttvarnarreglur taka gildi nú á miðnætti, hinn 13. nóvember. Þær munu ekki reynast nemendum okkar mjög íþyngjandi hvað hið hefðbundna skólastarf varðar.

Nú verður miðað við 50 nemendur í hólfi og blöndun milli hópa verður áfram leyfileg. Þetta hefur í för með sér að grímuskylda gildir þar sem ekki er hægt að halda eins metera fjarlægð.

Því verður grímuskylda í gildi þegar nemendur koma til vinnu mánudaginn 15. nóvember.