Mikilvægi Framhaldsskólans á Húsavík

Mikilvægi Framhaldsskólans á Húsavík – veljum FSH
Nemendur sem útskrifast úr Framhaldsskólanum á Húsavík fá einhverja bestu dóma við útskrift úr háskóla eins og að klára nám á tilsettum tíma. Um þessar mundir eru nemendur sem útskrifast úr grunnskóla að velja sér nám í framhaldsskóla kjósi þau að fara þá leið. Framhaldsskólinn á Húsavík býður upp á framsækið og metnaðarfullt nám sem endurspeglar áherslur á gæði og þróun í menntun. Áhersla er lögð á sjálfstraust nemenda og virðingu; að efla hugrekki þeirra.
Menntasýn
Sömuleiðis er rík áhersla á heilsueflingu og forvarnir hvar bæði nemendur og stafsfólk er hvatt til að tileinka sér og viðhalda heilbriðum lífstíl í allri mynd. Þjónusta við nemendur er samþætt og persónuleg auk þess sem námið er sveigjanlegt og aðlagað að hverjum og einum nemanda. Menntasýn Framhaldsskólans á Húsavík er að veita öllum nemendum jafnan stuðning og undirbúning undir frekara nám eða þátttöku í samfélaginu með ríku utanumhaldi og eftirfylgni með námi og líðan hvers nemanda. Þetta er gert með áherslu á leiðsagnarmat, vörðuviðtöl, umsjón og miðannarmat auk annarrar eftirfylgni.
Nemendur
Félagslíf nemenda er sterkt og vaxandi hverju sinni. Leiksýningar, Dillidagar, nýnemavika, Gettu betur, tölvuleikjamót, kaffihúsakvöld, piparkökuhúsakeppni, grill í góðri veðri, hrekkjavökudaman, kaffihlaðborð, bollukaffi og hverskonar önnur samvera sem stuðlar að styrkingu félagslegra samskipta ungmenna.
Framhaldsskólinn á Húsavík er lykilstofnun í samfélaginu hvar unga fólkið getur stunduð nám í heimabyggð, starfað samhliða námi og öðlast framúrskarandi menntun heima fyrir. Framhaldsskólinn á Húsavík gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu með því að veita ungmennum á Norðurlandi, á Húsavík menntun og þjálfun sem stuðlar að sjálfstæði þeirra og þátttöku í samfélaginu.
Framhaldsskólinn á Húsavík er miklu meira en bara staður fyrir námið sem er á pari við það sem gerist á landsvísu; hann er samfélagslega mikilvæg stofnun sem veitir ekki aðeins menntun heldur einnig stuðning við einstaklinga, atvinnulíf og menningu á svæðinu. Skólinn er grundvallarþáttur í að byggja upp sjálfbært, heilbrigt og framfærslumikið samfélag.
Veljum Framhaldsskólann á Húsavík.

Hjálmar Bogi Hafliðason
Formaður skólanefndar Framhaldsskólans á Húsavík