Leiksýning - Wake Me Up Before You Go Go

Leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík Píramus og Þispa hefur nú sett upp leikritið WAKE ME UP BEFORE YOU GO GO eftir Hallgrím Helgason ásamt áhugasömum nemendum úr Framhaldsskólanum á Laugum og annarra áhugasamra ungmenna hér í Norðurþingi.

Karen Erludóttir leikstýrir hópnum.

Tilstóð að sýna 7 sýningar og nánanst fullt hefur verið á allar sýningarnar. Frumsýning var 17. nóvember og lokasýning átti að vera í dag, 22. nóvember, en vegna mikillar eftirspurnar verða aukasýningar 30. nóvember og 1. desember.

Við mælum eindregið með því að fara á þessa frábæru leiksýningu sem er einstaklega vel heppnuð hjá þessu hæfileikaríku ungmennum!