Laus er til umsóknar staða húsvarðar við Framhaldsskólann á Húsavík

Húsvörður
Framhaldsskólinn á Húsavík auglýsir eftir húsverði
í 100% starfshlutfall.
Ráðið er í starfið frá 1. júlí 2025
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Framsýnar stéttarfélags
og Framhaldsskólans á Húsvík.

Húsvörður hefur umsjón og eftirlit með öllu húsi skólans, sér um ræstingar, annast minni háttar viðhald, sér um innkaup, vinnur í nánu samstarfi við skólameistara og sinnir þeim verkum sem tilgreind eru í starflýsingu.Húsvörður hefur mikil samskipti nemendur og starfsmenn. Hann þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum, útsjónarsamur og tilbúinn til að vera sveigjanlegur í sínum störfum

Umsóknarfrestur er til 3. júní 2025
Umsóknir sendist skólameistara á netfangið valgerdur@fsh.is
Ekki er nauðsynlegt að sækja um á sérstökum eyðublöðum.
Allar nánari upplýsingar s.s. um ítarlegri starfslýsingu veitir skólameistari í síma 8668669

Skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík

ATH sótt er um starið í gegnum starfatorg.