Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn

Fimmtudaginn 23. september næstkomandi verður haldinn árlegur kynningarfundur fyrir foreldra nýnema. Fundurinn verður haldinn í sal skólans klukkan 16:00. Þar fá foreldrar kynningu á starfsemi skólans, þeirri þjónustu sem stendur nemendum til boða, námsframboði ásamt því að fá kynningu á húsnæði skólans.

Í kjölfar kynningarfundar verður haldinn kynning á Foreldrafélagi Framhaldsskólans á Húsavík. Við hlökkum til að sjá ykkur.