Kennsla fellur niður mánudaginn 7. febrúar

Kæru nemendur

Í ljósi tilmæla frá Almannavörnum hvað varðar skólahald á Norðurlandi hefur verið ákveðið að fella niður skólahald í Framhaldsskólanum á Húsavík á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Er það gert í ljósi slæmrar veðurspár á svæðinu.

Skólinn verður því lokaður á morgun og engin kennsla fer fram í húsnæði skólans.

Þar sem flutningur í Menntaský stendur yfir verður ekki unnt að halda úti fjarkennslu á morgun.

Skólahald verður með eðlilegum hætti þriðjudaginn 8. febrúar.