Íþróttavika Evrópu í FSH

Nemendur í göngu upp við Botnsvatn
Nemendur í göngu upp við Botnsvatn

Íþróttavika Evrópu var haldin dagana 23. -30. september en hún er haldin í september ár hvert. Markmið vikunnar er að hvetja fólk á öllum aldri til að taka þátt í hreyfingu. Framhaldsskólinn á Húsavík tók þátt í vikunni í annað skiptið og tókst hún mjög vel. Meðal viðburða sem voru í boði var stígvélakast, göngutúr upp að Botnsvatni, gryfjubolti, treyjudagur, hópefli með Sveini Þorgeirssyni doktor í íþróttafræðum við HR, kynning á Spikeball og fleira. Þátttaka nemenda var góð, veðrið var frábært og tókst vikan vel í alla staði. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá vikunni.