Innritun í nám stendur yfir

Nú stendur yfir innritun í nám fyrir næsta skólaár. Við Framhaldsskólann á Húsavík er boðið upp á margar skemmtilegar námsleiðir. Við bjóðum uppá nám á starfsbraut, almennri námsbraut, opinni stúdentsbraut, náttúruvísindabraut og félags- og hugvísindabraut að ógleymdu námi í heilsunuddi og stúdentsbraut að loknu starfsnámi. Hérna er hægt að kynna sér námsbrautirnar frekar.

Boðið verðum upp á nýjung á næsta ári en þá gefst nemendum kostur á því að hefja sérhæfingu í námi tengdu rafíþróttum innan opinnar stúdentsbrautar. Gert er ráð fyrir því að sérhæfingin innihaldi eftirtalin fög. Við stefnum þó að því að hafa sérhæfinguna lifandi svo að hægt sé að bregðast við margbreytilegu umhverfi rafíþróttanna sem eru í stöðugri þróun.

RAFÍ1RÍ05(11) Inngang að rafíþróttum.
RAFÍ2MM05(21) Rafíþróttir, miðlun og viðburðastjórnun.
RAFÍ3LV05(31) Rafíþróttir, stofnun og rekstur, lokaverkefni.
SAGA3TL05(32) Saga, tölvuleikir og menning.
TUNG3TL05(33) Tungumálið, tölvuleikir, skapandi skrif og fjölmiðlafræði.
FORR1IF05(11) Inngangur að forritun.
FORR2HF05(21) Hlutbundin forritun.
FORR3LF05(31) Leikjaforritun.
ÍÞRF2ÞJ05(11) Íþróttafræði, þjálfunarfræði.
ÍÞRF2SM05(21) Íþróttafræði, sálfræði og markmið.
ÍÞRF3LL05(31) Íþróttafræði, líffæra og lífeðlisfræði íþróttamanna.

VEFÞ1VG05(11) Vefhönnun.

Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu við nemendur og hlökkum til að heyra frá ykkur.

Hægt er að sækja um nám í gegnum umsóknarvefinn INNU

Einnig er hægt að sækja um inná menntagatt.is eða þá með því að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 464-1344 eða með því að senda umsókn eða fyrirspurn á halldor@fsh.is