Innritun fyrir vorönn 2021 stendur yfir

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla fyrir vorönn 2021 stendur yfir dagana 1.-30. nóvember. Opið er fyrir umsóknir í Framhaldsskólann á Húsavík á umsóknarvef Menntamálastofnunar.

Opið verður fyrir umsóknir í fjarnám til 6. janúar árið 2021. Hægt er að sækja um námið með því að sækja um á umsóknarvef fyrir fjarnám eða með því að senda tölvupóst á netfangið halldor@fsh.is eða hringja á skrifstofu skólans í s.464-1344.

Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í tölvupóstinum eru:

  •   kennitala
  •   virkt netfang
  •   heimasími
  •   farsími
  •   heimilisfang
  •   hvaða áfanga viðkomandi vill taka (eða hversu marga áfanga ef viðkomandi hefur ekki sérstaka áfanga í huga)

Hlökkum til að sjá ykkur á næstu önn.