Heimsókn til lögreglunnar á Húsavík

Nemendur og kennari í Afbrotafræði fóru í dag í heimsókn á lögreglustöðina á Húsavík. Silja Rún Reynisdóttir varðstjóri tók á móti hópnum og sýndi stöðina og sagði frá helstu verkefnum lögreglunnar á Húsavík. Einnig sagði hún frá störfum lögreglunnar almennt og lögreglunáminu.

Nemendur fengu að máta lögregluvesti, handjárn og fangaklefa.

Við þökkum Silju og lögreglunni á Húsavík kærlega fyrir góðar móttökur og fræðandi.