Heimsókn ráðherra

Í gær heimsótti Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra skólann ásamt fleira starfsfólki ráðuneytisins. Um þessar mundir er ráðherra að heimsækja alla framhaldskóla landsins, til að kynna fyrirhugaðar breytingar á skipulagi framhaldskólastigsins.

Heimsóknin byrjaði á leiðsögn um skólann og endaði á fundi, þar sem breytingarnar voru kynntar og kennurum og starfsfólki skólans gafst tækifæri til að spyrja út í þær.

Við þökkum ráðherra fyrir komuna.