Hausthlé 22. - 26. október 2020

Kæru nemendur.

Fimmtudaginn 22. október og föstudaginn 23. október eru námsmatsdagar í Framhaldsskólanum á Húsavík. Þá daga fellur niður kennsla í skólanum.

Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 verður svonefndur hleðsludagur mánudaginn 26. október 2020

Hleðsludagur felur í sér hvíld frá námi og er ætlaður til þess að nemendur og starfsmenn safni orku fyrir seinni hluta annarinnar.

Miklar breytingar og aukið álag hafa fylgt í kjölfar Covid-19 og viljum við með þessu gefa nemendum og starfsmönnum tækifæri til að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan.

Því verður engin kennsla mánudaginn 26. október 2020.

Nýtið þetta hausthlé sem best fyrir ykkar velferð.

Kær kveðja Valgerður, Halldór og Arna.