Grímuskylda

Kæru nemendur.

Nú er komin á grímuskylda í Framhaldsskólanum á Húsavík vegna hertra sóttvarnaraðgerða.

Hugum vel að okkur sjálfum og náunganum.

Vinsamlegast kynnið ykkur grímu noktun hér.

Nemendur fá grímur í skólanum að kostnaðarlausu, þær eru staðsettar í anddyri og öllum kennslustofum ásamt spritti og hönskum.