Sigur í fyrstu umferð Gettu betur

Á mánudaginn tryggði lið Framhaldsskólans á Húsavík sér keppnisrétt í annarri umferð í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.

Liðið mætti liði Menntaskólans í Kópavogi.

FSH byrjaði mjög vel í hraðaspurningunum og eftir þær var lið FSH yfir 11-10 . Liðið hélt áfram af krafti í bjölluspurningunum og að þeim loknum voru úrslitin ljós, lið FSH sigraði 19-10.

Lið FSH skipa Þorri Gunnarsson, Guðrún Þóra Geirsdóttir og Andri Már Sigursveinsson. Varamenn eru Gunnar Kjartan Torfason, Sigrún Marta Jónsdóttir og Birta María Eiðsdóttir. Þjálfari liðsins er Björgvin Friðbjarnarson.

Önnur umferð fer fram dagana 17. og 19. janúar og fylgjumst við spennt með gengi liðsins.