Fyrirkomulag lokaprófa á haustönn 2020

Eins og auglýst var í síðasta Húslestri, hefur verið ákveðið að öll lokapróf og lokamat í áföngum fari fram í fjarnámi á haustönn 2020. Það verða því engin próf í húsnæði Framhaldsskólans á Húsavík á prófatíma 8. desember til 17. desember. Nemendur taka prófin heima.

Einnig var ákveðið á kennarafundi 18. nóvember að allir nemendur fengju 30 mínútur aukalega til þess að leysa prófin. Ekki er verið að lengja prófin, einungis að gefa nemendum rýmri tíma til þess að leysa prófin og skila. Við vonum að þetta komi til með að nýtast ykkur vel.

Prófsýning verður ekki með hefðbundnu sniði 18. desember. Nemendur geta óskað eftir því að fá að sjá prófin sín í gegnum fjarfund við kennara frá klukkan 10:00-11:00.