Fyrirkomulag kennslu fram til 18. nóvember

Með tilkomu nýrrar reglugerðar um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar hefur verið ákveðið að allt nám, utan starfsbrautar, verði fært í fjarkennslu frá og með 3. nóvember.

Reglugerðin gildir frá og með 3. nóvember 2020 og gildir til og með 17. nóvember 2020.

Kennt verður áfram samkvæmt stundarskrám nemenda. Nemendur mæta því í fjartíma samkvæmt sinni stundaskrá.

Óski nemendur eða forráðamenn frekari upplýsinga er þeim bent á að hafa samband við umsjónakennara eða skrifstofu skólans í síma 464-1344 eða fsh@fsh.is.