Framhaldsskólinn á Húsavík hlaut jafnlaunavottun

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Framhaldsskólinn á Húsavík hlaut jafnlaunavottun 12. október s.l. og hefur því leyfi til að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu næstu þrjú árin.

Við erum stolt af þeirri vinnu sem hefur farið fram innan stofnunarinnar og er vottunin staðfesting á því að Framhaldsskólinn á Húsavík leggur ríka áherslu á að jafna stöðu karla og kvenna.