Forvarnardagur ungra ökumanna í FSH

Sjúkraflutningamenn ásamt slökkviliðinu hlúa að nemanda í sviðsettu slysi
Sjúkraflutningamenn ásamt slökkviliðinu hlúa að nemanda í sviðsettu slysi

Þriðjudaginn 20. september var forvarnardagur ungra ökumanna haldinn í fyrsta skipti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Forvarnarfulltrúi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sá um skipulag og átti frumkvæði að deginum.

Þarna komu saman nemendur Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og nemendur í tíunda bekk Borgarhólsskóla sem eru tilvonandi ökumenn og aðrir sem eru að stíga sín fyrstu skref sem slíkir og fengu forvarnarfræðslu frá fagaðilum, svo sem lögreglu, Tryggingarmiðstöðinni, Samgöngustofu, Slökkviliði Norðurþings og sjúkraflutningamönnum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Veltibíllinn var einnig á staðnum.

Nemendum var svo boðið í grillveislu í hádegishléi. Veðrið var eins og best verður á kosið á þessum árstíma og dagurinn allur mjög vel heppnaður.

Við fögnum þessu framtaki og hlökkum til að sjá þennan dag þróast og verða að föstum lið í fræðslu ungra ökumanna.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum.