Við viljum efla þátttöku foreldra í starfi skólans og í þeim tilgangi boða ég til fundar mánudaginn 27. október næstkomandi, klukkan 17:00, í sal skólans.
Efni fundarins er kynning á skólanum, yfirferð á félagslífi nemenda, samtal um framhaldsskólakerfið, evrópuverkefni, stjórnarfundur foreldrafélagsins, skipun í foreldraráð og svör við fyrirspurnum og vangaveltum ykkar.
Við viljum endilega sjá ykkur sem flest mæta til þess að taka þátt í samtalinu með okkur og vetrinum framundan, börnunum og samfélaginu til heilla.
Boðið verður upp á léttar veitingar.