Fjórða græna skrefið komið hjá Framhaldsskólanum á Húsavík

Úttekt á skrefum þrjú og fjögur í grænum skrefum Umhverfisstofnunar, fór fram í gegnum fjarskiptabúnað 17. maí s.l.

Framhaldsskólinn á Húsavík stóðst úttekt og stefnir á að klára fimmta og síðasta skrefið á næstkomandi haustönn.

Við fögnum þessum áfanga og höldum ótrauð áfram.

 

Arna Ýr Arnarsdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri FSH er núverandi verkefnisstjóri grænna skrefa, ánægð með árangurinn.