Fyrsta ferð útivistaráfanga

Nemendur í útivistaráfanga fóru seinnipartinn í gær í fyrstu ferð áfangans.

Þau fengu Björgunarsveitina Garðar til að keyra sig upp á Þeistareyki, vel útbúin og eyddu þar nóttinni.

Þau útbjuggu snjóhús, elduðu sér mat og skemmtu sér vel en enduðu þó með að gista inni í skálanum á Þeistareykjum vegna mikils frosts.