Evrópska nýtnivikan 18-26 nóvember

Í næstu viku, 18. – 26. nóvember, stendur Evrópska nýtnivikan yfir.

Markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Þema ársins er umbúðir undir slagorðinu Höfum það umbúðalaust.

Við hvetjum alla til þess að kynna sér átakið á  heimasiðu grænna skrefa og taka þátt í þessu með okkur.

Framhaldsskólinn á Húsavík mun nýta þessa daga til að fara vel yfir öll innkaup skólans og athuga hvar sé hægt að gera betur.