Jólalegt um að litast í Framhaldsskólanum á Húsavík

Nemendur á starfsbraut hafa verið dugleg að búa til jólaskraut og skreyta hjá sér.

Þau eru ánægð með verkin sín og eru farin að hlakka til jólanna. Þau njóta stundarinnar og eru búin að fá sér piparkökur og kakó og baka nokkrar smákökur.

Lífið er núna og njótum stundarinnar.