11.01.24

Himininn gladdi augað sannarlega fyrir hádegi í dag, á ellefta degi janúarmánaðar.

Skólastarfið fer vel af stað og allir eru farnir að aðlagast þeim breytingum sem gera þurfti sökum framkvæmda sem nú standa yfir hjá okkur. Verið er að taka miðsvæði skólans í gegn en þar eru tvær kennslustofur sem og samkomusalur skólans.

Nemendur eru nú að mæta í kennslustofur sem þau hafa mörg hver aldrei komið í áður t.a.m. er kennt í skrifstofu nemendafélagsins, kvikmyndastofu og fjölnotastofu sem allar hafa að sjálfsögðu verið útbúnar við hæfi.  Í frímínútum eru mörg rými sem nemendur geta nýtt sér til að matast, spjalla, spila og slaka á, svo sem í stóra rýminu á neðstu hæð skólans þar sem eru hægindastólar og borðtennisborð, matstofu nemenda þar sem sjoppan er, í andyri skólans eru nú fimm hægindastólar með koddum og teppum og kennslustofa 4 er nú einnig nýtt sem afdrep fyrir nemendur þar sem búið er að koma fyrir þremur nettum sófum, borðum og stólum.

Við vonum innilega að öllum líði sem best og erum spennt að sjá afrakstur framkvæmda og ekki síst hvað þetta tímabil leiðir af sér.

Reynslan er sú að tímabundnar breytingar sem fylgja framkvæmdum, leiða af sér mjög jákvæðar breytingar til frambúðar.

Til að sjá myndir úr félagslífi nemenda minnum við á Instagramsíðu NEF https://www.instagram.com/neffsh/ 

 

Bókasafn 

Anddyri

Neðsta hæð

Kennslustofa 4

Núverandi framkvæmdarrými