Bleikur dagur í FSH

Í dag, 22. október er bleikur dagur.

Nemendur og starfsfólk mættu bleikklædd og nemendafélag skólans bauð upp á bleikan grjónagraut og köku í hádeginu.

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.