Ástráður heimsótti fyrsta árs nema í FSH

Í síðustu viku fengum við heimsókn frá Ástráði.

​Ástráður er kynfræðslufélag sem er rekið af læknanemum við Háskóla Íslands.

​Markmið félagsins er að fræða ungmenni landsins um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti.

​Ár hvert heimsækja þau alla framhaldsskóla landsins og halda fyrirlestur fyrir 1. árs nemendur.

Hér má sjá heimasíðu Ástráðs, þar má meðal annars finna fræðandi efni tengt þessum málum.