5. græna skrefið komið í hús!

Þann 12. október síðast liðinn náði skólinn því markmiði að ljúka við fimmta og síðasta skrefið í verkefninu græn skref í ríkisrekstri, töluvert á undan áætlun. 

Við höldum áfram að starfa eftir forskrift grænna skrefa enda mikil vinna sem hefur farið í að byggja upp okkar eigið umhverfisstjórnunarkefi sem stuðlar að því að gera allt sem viðkemur daglegum rekstri á sem vistvænastan máta og mögulegt er.

Markmið grænna skrefa í ríkisrekstri skv. Stjórnrráði Íslands er að gera starfssemi ríkisins umhverfisvænni, auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra, draga úr rekstrarkostnaði ríkisstofnana, innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar og að gera aðgerðir stofnana í umhverfismálum sýnilegar.

Starfsfólki var boðið í kaffi og með því síðast liðinn föstudag til þess að halda upp á áfangann.