RAFÍ2MV05(21) - Rafíþróttir framhaldsáfangi

Miðlun og viðburðastjórnun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: RAFÍ1RÍ05(11)
Í áfanganum læra nemendur á uppsetningu streymis og hvernig á að miðla frá viðburðum tengdum rafíþróttum. Grunn í hljóðvinnslu og miðlun hljóðs ásamt því að nemendur kynnast grunnatriðum viðburðarstjórnunar og halda úti viðburðum í tengslum við rafíþróttir.

Þekkingarviðmið

  • Streymi
  • Grunnatriðum hljóðvinnslu
  • Miðlun
  • Grunnatriðum viðburðastjórnunar

Leikniviðmið

  • Öðlast leikni í því að setja upp streymi.
  • Undirbúa viðburði samkvæmt viðburðastjórnun.
  • Miðla hljóði og upptökum.
  • Halda úti viðburðum í rafíþróttum.

Hæfnisviðmið

  • Setja upp mót eða keppnisviðburði þar sem reynir á streymi.
  • Setja á fót viðburði í rafíþróttum.
  • Taka upp og miðla hljóðupptökum og myndefni.
Nánari upplýsingar á námskrá.is