SAGA2OL05(31) - Yfirlitssaga 20. aldar

20. öldin

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SAGA2YS05(21)
Valdir þættir úr sögu 19. og einkum 20. aldar verða teknir til íhugunar og gagnrýnnar skoðunar. Einkum verður fjallað um mannkynssöguna en aðstæður á Íslandi verða einnig skoðaðar í ljósi atburða í öðrum löndum. Hér er ekki um hefðbundna yfirlitssögu að ræða heldur verður leitast við að kafa dýpra í valið efni. Þeir þættir sem verða meginviðfangsefni áfangans eru: Nýlendutíminn og fyrri heimsstyrjöldin, millistríðsárin, kalda stríðið og atburðir líðandi stundar.

Þekkingarviðmið

  • nýlendu- og heimsvaldastefnu stórveldanna á seinni hluta 19. aldar
  • gangi fyrri heimsstyrjaldarinnar, aðdraganda hennar og eftirmálum
  • pólitískum straumum og stefnum á millistríðsárunum, s. s. kommúnisma og nasisma
  • upphafi og þróun kalda stríðsins og helstu stríðsátökum sem þá geisuðu
  • málefnum sem eru í umræðunni á líðandi stund og geta greint sögulegar rætur þess og ferli
  • helstu venjum og reglum við smíði heimildaritgerðar

Leikniviðmið

  • greina tengsl 20. aldar við samtímann
  • leita sér sögulegra upplýsinga með margvíslegum hætti
  • meta gildi og áreiðanleika heimilda og nýta sér fjölbreyttar tegundir þeirra
  • koma frá sér sögulegum texta á skýran hátt
  • rita heimildaritgerð út frá helstu reglum og hefðum
  • meta liðna tíma á víðsýnan og umburðarlyndan máta

Hæfnisviðmið

  • koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti
  • sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart sögulegum viðfangsefnum
  • greina atburði samtímans út frá sögulegri þróun síðustu áratuga
Nánari upplýsingar á námskrá.is