ÍSAN1GR05(11) - Grunnáfangi

Grunnáfangi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Nemandi þarf að hafa lokið eins árs námi í íslenskum grunnskóla eða hafa lokið undirbúningsnámskeiði í íslensku.
Grunnáfangi í íslensku fyrir nemendur með erlendan bakgrunn. Áhersla er á alla færniþætti tungumálanáms samkvæmt viðmiðunarramma Evrópuráðsins fyrir erlend tungumál (skilningur, talað mál og ritun). Viðfangsefni tengjast daglegu lífi. Nemendur lesa stutta texta og léttlestrarsögur. Unnið er með helstu atriði íslenskrar málfræði.

Þekkingarviðmið

  • algengustu orðflokkum og beygingum
  • yfirhugtökum, andheitum og samheitum
  • orðaforða er tengist daglegu lífi og athöfnum

Leikniviðmið

  • lesa einfaldan texta með réttum framburði, áherslum og hrynjandi
  • greina lykilatriði og innihald í texta
  • beita einföldum málfræðireglum í töluðu og rituðu máli

Hæfnisviðmið

  • tjá sig á einfaldri íslensku
  • nota íslenskt mál í námi og verkefnum
  • fara eftir munnlegum og skriflegum leiðbeiningum
Nánari upplýsingar á námskrá.is