LÍFS1FH05(11) - Framkoma og hreinlæti

Framkoma og hreinlæti

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er fjallað um viðeigandi framkomu og snyrtimennsku til að nemanda líði sem best í daglegu lífi.

Þekkingarviðmið

 • að viðeigandi framkoma og snyrtimennska leiðir til fleiri tækifæra til dæmis varðandi vinsældir í hópi
 • að viðeigandi framkoma og snyrtimennska veitir meiri líkur á tækifærum á sviði tómstunda, náms og vinnu
 • að hreinlæti er nauðsynlegt
 • að skortur á hreinlæti getur valdið sjúkdómum, vondri lykt eða öðrum óþægilegum kvillum
 • að viðeigandi klæðnaður er mikilvægur.

Leikniviðmið

 • kynna sig
 • heilsa á viðeigandi hátt
 • svara þegar á hann er yrt
 • bíða eftir að röðin komi að honum
 • hagræða fötum og velja viðeigandi klæðnað
 • nota viðeigandi snyrtivörur
 • nota tannbursta og tannkrem
 • þvo hendur og líkama.

Hæfnisviðmið

 • temja sér viðeigandi framkomu
 • sinna eigin hreinlæti
 • vita hvaða klæðnaður hentar hverju sinni.
Nánari upplýsingar á námskrá.is