STÆR1DL03(11) - Peningar, tímatal og verðgildi

Peningar, tímahugtök, verðgildi

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í áfanganum er unnið með útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem nýtast nemendum í daglegu lífi. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna meðferð peninga, verðgildi þeirra og tímatal. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.

Þekkingarviðmið

  • hvar og hvenær stærðfræði kemur við sögu í daglegu lífi
  • gildi peninga
  • fjölbreytileika verslana
  • verðgildi hinna ýmsu hluta.

Leikniviðmið

  • nýta sér stærðfræðikunnáttu sína í daglegu lífi
  • kanna hvað hlutir kosta í verslunum og á neti
  • fylgja dagsskipulagi
  • fylgja tímaáætlun.

Hæfnisviðmið

  • taka þátt í stærðfræðilegum athöfnum daglegs lífs
  • átta sig á tíma- og dagsetningum
  • nýta stærðfræðikunnáttu sína þegar hann verslar
  • nýta sér viðeigandi stuðningstæki þegar það á við, s.s. reiknivél í símum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is