SMIÐ1EN05(12) - Endurvinnsla og nytjamarkaður

Endurvinnsla og nytjamarkaður

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Gott er að hafa lokið SMI1EE05(11) en það er þó ekki nauðsynlegt.
Í áfanganum er megináhersla lögð á endurvinnslu og endurnýtingu á öllum þeim hlutum sem nemendur vinna með. Samstarfs verður leitað við heimili og/eða fyrirtæki um að fá nytjavörur og endurnýta eða endurvinna þær. Áhersla er lögð á að nemendur yfirfari tæki og hluti sem þeir fá í hendur. Þau tæki og hlutir sem ekki er hægt að nota áfram eru tekin í sundur og flokkuð til endurvinnslu. Lagt er upp úr því að flokkunin sé í samræmi við reglur sem gilda um endurvinnslu. Í lok áfangans er stefnt að því að nemendur stofni fyrirtæki þar sem nýtilegar vörur eru seldar.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi endurvinnslu í tengslum við umhverfisvernd
  • virkni og tilgangi tækjanna/hlutanna sem unnið er með
  • hvaða verðmæti eru oft fólgin í gömlum hlutum/tækjum
  • grundvallaratriðum varðandi rekstur nytjamarkaðar.

Leikniviðmið

  • taka tæki og hluti í sundur og setja saman aftur
  • flokka tæki/hluti eftir tegundum, efni, notagildi og öðru sem áhersla er lögð á hverju sinni
  • meta tæki og hluti út frá notagildi.

Hæfnisviðmið

  • lagfæra ýmiss konar tæki og hluti
  • leggja mat á notagildi ýmiss konar hluta og tækja
  • stofna og reka fyrirtæki (nytjamarkað) þar sem nýtilegar vörur eru seldar
  • efla læsi á ýmiss konar upplýsingar, bæði í texta- og talnaformi
Nánari upplýsingar á námskrá.is