STÆR3TD05(61) - Tvinntölur, deildarjöfnur, runur og raðir

deildajöfnur, tvinntölur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR3HI05(51)
Í þessum áfanga er fjallað um tvinntölur og útreikninga með þeim. Enn fremur er farið yfir deildarjöfnur, hliðraðar jöfnur, aðskiljanlegar jöfnur og notkun heildunarþáttar. Stærðfræðilíkön með deildarjöfnum eru skoðuð. Einnig er fjallað um jafnmuna og jafnhlutfallarunur og summu þeirra.

Þekkingarviðmið

  • reikningi með tvinntölum
  • lausnaraðferðum á línulegum deildarjöfnum
  • runum og röðum.

Leikniviðmið

  • framkvæma alla helstu útreikninga með tvinntölum
  • leysa línulegar diffurjöfnur
  • finna reiknireglur fyrir mismuna- og jafnhlutfallarunur
  • finna reiknireglur fyrir summu mismuna- og jafnhlutfallaruna.

Hæfnisviðmið

  • skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt
  • útskýra hugmyndir sínar og verk
  • fylgja fyrirmælum sem gefin eru
  • lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum
  • beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
Nánari upplýsingar á námskrá.is