STÆR2VH05(31) - Hornaföll og vigrar

hornföll, vigrar o.fl.

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: STÆR2JV05(21)
Í áfanganum er fjallað um hornaföll , hornafallareglur og vigurreikning og kafað dýpra í þessi atriði en gert er í undanfarandi áföngum.

Þekkingarviðmið

 • rétthyrndum og gleiðhyrndum þríhyrningum
 • þríhyrningareglunum
 • hornareglum
 • gröfum hornafalla
 • bogmáli horna
 • notkun vigra, skilgreiningum og reiknireglum
 • liðun og hnitum vigra
 • innfeldi
 • pólhnitum vigra.

Leikniviðmið

 • nota hornaföll í lengdar- og flatarmálsútreikningum
 • nota hornaföll og gröf hornafalla við lausnir á tíðnibundnum fyrirbærum
 • lesa úr gröfum hornafalla
 • reikna með vigrum
 • reikna innfeldi vigra
 • reikna með vigrum á pólhnitsformi.

Hæfnisviðmið

 • skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt
 • útskýra hugmyndir sínar og verk
 • fylgja fyrirmælum sem gefin eru
 • lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum
 • beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
Nánari upplýsingar á námskrá.is