LMVÍ1SV04(11) - Sköpun og vísindi

Sköpun og vísindi

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum eru meginþættir lista- og vísindasögunnar raktir samhliða tímalínu mannkynssögunnar. Um er að ræða þverfaglegan áfanga þar sem námsgreinarnar samfélagsfræði, saga og náttúrufræði eru tengdar við tímalínuna eftir því sem við á í þeim tilgangi að nemendur fái yfirsýn yfir hvernig list hefur þróast í samhengi við þróun vísinda. Nemendur fá auk þess þjálfun í notkun ýmiss konar upplýsingatækni til að auðvelda öflun og miðlun hvers kyns þekkingar. Tvær útgáfur eru til af þessum áfanga og misjafnt er hvor útgáfan er kennd hverju sinni. Í annarri útgáfunni byrjar tímalínan, sem rakin er í áfanganum, á forsögulegum tíma og er fylgt í gegnum aldirnar frá fornöld fram að lokum miðalda en í hinni útgáfu áfangans byrjar tímalínan á nýöld og er fylgt fram til nútíma. Í báðum gerðum áfangans er staldrað við uppgötvanir og þekkingu sem hafa haft áhrif á lífsstíl og heimsmynd fólks á tímabilinu. Leitast er við að nemendur öðlist á þessari vegferð sinni um mannkynssöguna nýja sýn á þær námsgreinar sem tengjast áfanganum, uppgötvi hvernig þær tengjast innbyrðis og hafa haft áhrif á listir og vísindi.

Þekkingarviðmið

  • helstu sögulegu viðburðum tímabilsins sem til umfjöllunar er
  • helstu vísindalegu uppgötvunum tímabilsins sem til umfjöllunar er
  • helstu atriðum í listum og menningu á tímabilinu sem til umfjöllunar er.

Leikniviðmið

  • beita hugtökum félagsvísinda á ýmsa grundvallarþætti þeirra samfélaga sem til umfjöllunar eru
  • lesa úr einföldum tölfræðiupplýsingum um þau samfélög sem til umfjöllunar eru
  • beita spuna og leikrænni tjáningu til að átta sig á sögulegum persónum
  • afla heimilda á árangursríkan hátt og beita heimildarýni
  • skrifa texta á vönduðu máli þar sem samhengis í efni er gætt.

Hæfnisviðmið

  • gera sér grein fyrir því hvernig samfélagslegar breytingar og þróun í náttúruvísindum hefur áhrif á listir og menningu á tímabilinu
  • átta sig á áhrifum lista og vísinda á núverandi heimsmynd og mögulega framtíð
Nánari upplýsingar á námskrá.is