SAGA3HS05(31) - Hugmyndasaga

Hugmyndasaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2YS05(21)
Í þessum áfanga er hugmyndasagan rakin frá heimspeki fornaldar til upplýsingar á nýöld. Helstu viðfangsefni áfangans eru heimspekisaga: einkum þekkingarfræði, rökfræði, trúfræði, siðfræði og stjórnmálafræði; og vísindasaga þar sem megináherslan er á fornöld og síðan endurreisn og vísindabyltingu.

Þekkingarviðmið

 • sögu heimspekinnar á fornöld, helstu hugmynda, kenninga og spekinga
 • þróun kristinnar trúar og áhrifum hennar allt fram á nýöld
 • sögu vísindanna, allt frá glæstum afrekum á fornöld til vísindabyltingar árnýaldar

Leikniviðmið

 • meta tengsl á milli hugmynda manna um umheiminn, trúarbragða og stjórnarfars á hverjum tíma
 • beita hugtökum um fyrirbæri sögunnar og geri sér grein fyrir gagnsemi þeirra og takmörkunum
 • koma frá sér sögulegum texta á skýran hátt
 • beita gagnrýninni hugsun

Hæfnisviðmið

 • koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti
 • sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart sögulegum viðfangsefnum
 • gera sér grein fyrir tengslum hugmynda og þess samfélags sem þær verða til í
 • átta sig á sameiginlegu upphafi ólíka greina s. s. heimspeki og eðlisfræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is