FÉLV3ST05(31) - Stjórnmálafræði

Stjórnmálafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FÉLV2KA05(21)
Í áfanganum er stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á algengustu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni og læri að greina helstu hugmyndastrauma stjórnmálanna. Helstu stjórnmálastefnur eru kynntar og greindar út frá „vinstri-hægri“ kvarðanum og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Stefnt er að því að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á átök í stjórnmálum og að þeir geti rökstutt slíkt mat. Loks er fjallað sérstaklega um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka.

Þekkingarviðmið

 • helstu aðferðum og viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
 • helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar, s.s. þjóðernisstefnu, stjórnkerfi, valdi, fullveldi, mannréttindum og lýðræði
 • helstu hugmyndakerfum stjórnmálanna, s.s. róttækni, frjálslyndi, íhaldsstefnu, afturhaldsstefnu, stjórnleysingjastefnu og femínisma
 • hvernig stjórnkerfum og stjórnmálastefnum er ætlað að leysa samfélagsleg viðfangsefni
 • íslenska stjórnkerfinu og þróun íslenskra stjórnmála.

Leikniviðmið

 • beita stjórnmálafræðilegum kenningum til að skoða samfélagsleg málefni
 • afla sér upplýsinga um stjórnmál, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
 • fjalla um og bera saman kenningar
 • ræða um viðfangsefni stjórnmála.

Hæfnisviðmið

 • leggja sjálfstætt mat á stefnur og átakaefni í stjórnmálum
 • nota gagnrýna hugsun til að ræða um og mynda sér skoðanir á stjórnmálum
 • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
 • beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi og vinna í samvinnu við aðra
 • taka virkan þátt í borgaralegu samfélagi
Nánari upplýsingar á námskrá.is