Námið

Skólinn starfar eftir áfangakerfi, sem segja má að sé þríþætt: eininga-, anna- og áfangakerfi. Einingakerfið gerir skólanum kleift að meta nám í mismunandi námsgreinum til eininga sem eru jafngildar. Þannig er unnt að meta að jöfnu óskylt nám, en námslok miðast m.a. við að nemendur hafi lokið tilskildum einingafjölda. Skólaárinu er skipt niður í tvær nokkurn veginn jafnlangar annir, vorönn og haustönn. Námsgreinum er skipt niður í áfanga sem hver um sig tekur eina önn og lýkur með prófi eða öðru námsmati í annarlok. Aðalkostur áfangakerfisins er að það gerir skólastarfið sveigjanlegra, þannig að hægt er að koma til móts við nemendur með mismunandi áhugasvið, námsgetu og þarfir.