ENSK3TO05(42) - Hringadróttinssaga

Tolkien

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Lokið ensku á öðru þrepi.
í þessum áfanga er unnið ítarlega með mikið bókmenntaverk, Hringadróttinssögu (Lord of the Rings) e. J.R.R. Tolkien. Verkið verður lesið og unnið með það og umgjörð þess á margvíslegan hátt. Vegna forms áfangans er nauðsynlegt að nemendur haldi skipulega utan um gögn sín og mælt er með að nemendur mæti með fartölvur í tíma eigi þeir slíka. Sjónrænir miðlar (DVD, Internet o.fl.) verða mikið nýttir að einhverju marki í áfanganum. Kennsluleg verkfæri á internetinu verða mikið nýtt og verða nemendur hvattir til að leita frumlegra lausna við úrlausn þeirra verkefna sem leysa á í áfanganum. Myndbandagerð verður þáttur í lokamati þannig að þekking eða reynsla af slíkri vinnu mun koma að gagni. Sum verkefni verða stór og tímafrek þannig að hvatt verður til þess að nemendur vinni verkefni sín saman í hópum eða pörum. Þessi áfangi krefst aga og skipulegra vinnubragða að hálfu nemandans þar sem mikil áhersla er lögð á góða nýtingu kennslustunda til vinnu. Nemendur verða að hafa góða undirstöðu í ensku og vera færir um að sýna sjálfstæði og dugnað í vinnubrögðum.

Þekkingarviðmið

  • orðaforða í ræðu og riti sem gerir onum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi og starfi.
  • þeim reglum og viðmiðum sem gilda um ritun heimildaritgerða samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar ritsmíði á háskólastigi.

Leikniviðmið

  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni bókmenntalegs eðlis.
  • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu.
  • beita tungumálinu af lipurð og kunnáttu til þess að geta tekið fullan þátt í umræðu og rökræðum þar sem fjallað er um afmarkað málefni.
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum.

Hæfnisviðmið

  • lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann hefur kynnt sér...sem metin eru með afmörkuðum kynningarverkefnum.
  • skrifa texta með röksemdarfærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin...sem metin eru með viðeigandi ritunarverkefnum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is